Húsasmíði er löggilt iðngrein og hluti af starfsnámi á framhaldsskólastigi.
Námið sameinar bóklega þekkingu og verklega reynslu, þar sem starfsþjálfun á vinnustað skiptir lykilmáli. Hjá okkur fá nemar tækifæri til að vinna með reynslumiklu fagfólki sem leiðbeinir þeim í gegnum fjölbreytt verkefni og raunverulegar aðstæðu
Hjá TT Verk leggjum við metnað í að vera leiðandi í byggingariðnaði og skapa fjölbreytt tækifæri fyrir nema sem vilja öðlast raunverulega reynslu í faginu.
Sem alhliða byggingafyrirtæki vinnum við að fjölmörgum ólíkum verkefnum allt frá húsbyggingum og innanhússfrágangi til viðhalds- og sérsmíðaverkefna. Þetta þýðir að nemar fá að kynnast breiðu sviði fagsins og öðlast dýrmæta þekkingu sem nýtist í framtíðarstarfi.

Tristan Þór Traustason – Starfsmaður TT Verk (Mín framtíð 2025)
Við styðjum nemendur í gegnum ferlið með áherslu á fagmennsku, öryggi og gæði. Þeir fylgja rafrænni ferilbók sem heldur utan um framvindu starfsþjálfunarinnar og gerir nemum kleift að fylgjast með eigin framförum.
Markmið okkar er að bjóða upp á starfsumhverfi sem hvetur til lærdóms, þekkingar og persónulegs vaxtar.
Ef þú vilt öðlast fjölbreytta reynslu, vinna með öflugum hópi fagmanna og verða hluti af fyrirtæki sem setur gæði og fagmennsku í fyrsta sæti þá er TT Verk rétti staðurinn fyrir þig.

Tristan Þór Traustason – Starfsmaður TT Verk (Mín framtíð 2025)


